Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. maí 2022 12:55
Ívan Guðjón Baldursson
Celtic fjórum stigum frá titlinum eftir jafntefli við Rangers
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Celtic 1 - 1 Rangers
1-0 Jota ('21)
1-1 Fashion Sakala ('67)


Celtic og Rangers áttust við í hálfgerðum úrslitaleik skoska deildartímabilsins í morgun þar sem Rangers þurfti nauðsynlega sigur til að halda vonum sínum lifandi á að jafna Celtic á toppinum.

Jota, fyrrum leikmaður Benfica og Real Valladolid, kom Celtic yfir í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 eftir nokkuð tíðindalitlar 45 mínútur sem einkenndust af mikilli baráttu.

Seinni hálfleikurinn var talsvert fjörugari þar sem bæði lið fengu góð færi en sérstaklega Rangers.

Fashion Sakala jafnaði á 67. mínútu en lærisveinar Giovanni van Bronckhorst fundu ekki sigurmarkið þrátt fyrir mikla yfirburði á lokakaflanum.

Celtic er því áfram með sex stiga forystu á toppi deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir. Celtic nægir því einn sigur og eitt jafntefli, eða 4 stig, til að tryggja sér Skotlandsmeistaratitilinn.

Rangers mætir Hearts í úrslitaleik skoska bikarsins og er einnig í undanúrslitum Evrópudeildarinnar þar sem liðið á heimaleik við RB Leipzig framundan.


Athugasemdir
banner
banner