Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 01. maí 2022 16:05
Ívan Guðjón Baldursson
Sveinn Aron skoraði í stórsigri - Jökull meiddist
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: KSÍ

Sveinn Aron Guðjohnsen fékk tækifæri í byrjunarliði Elfsborg í dag og nýtti það með að gera fyrsta mark leiksins í stórsigri gegn Degerfors.


Sveinn Aron skoraði eftir fimm mínútna leik í 0-6 sigri þar sem Rasmus Alm setti þrennu.

Elfsborg er í fjórða sæti sænsku deildarinnar eftir sigurinn, með tíu stig eftir sex umferðir.

Degerfors 0 - 6 Elfsborg
0-1 Sveinn Aron Guðjohnsen ('5)
0-2 R. Alm ('9)
0-3 S. Olsson ('15)
0-4 R. Alm ('31)
0-5 R. Alm ('65)
0-6 Maudo ('83)

Jökull Andrésson varði þá mark varaliðs Reading sem heimsótti Middlesbrough í varaliðadeildinni. Því miður þurfti markvörðurinn ungi að fara meiddur af velli eftir aðeins tólf mínútur.

Hönefoss, liðið sem Valgeir Árni Svansson og Arnór Gauti Ragnarsson spila fyrir, tapaði þá fyrir varaliði Hodd í norsku D-deildinni.

Ögmundur Kristinsson var að lokum ónotaður varamaður í 3-2 sigri Olympiakos gegn Giannina í gríska boltanum.

Olympiakos er með fjórtán stiga forystu þegar fimm umferðir eru eftir af tímabilinu. Sverrir Ingi Ingason og félagar í PAOK eru í öðru sæti.

Middlesbrough U23 2 - 1 Reading U23
1-0 S. Walker ('52)
1-1 K. Leavy ('69)
2-1 S. Finch ('79)

Hodd2 2 - 1 Hönefoss

Olympiakos 3 - 2 Giannina


Athugasemdir
banner
banner