Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 01. maí 2022 21:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valgeir þakkar traustið - Alfons í tapliði í bikarúrslitunum
Valgeir Lunddal Friðriksson.
Valgeir Lunddal Friðriksson.
Mynd: Guðmundur Svansson
Bakvörðurinn Valgeir Lunddal lagði upp mark þegar Häcken vann sigur gegn Varberg á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í dag.Ä

Valgeir þurfti mikið að sætta sig við bekkjarsetu á síðustu leiktíð en hann er búinn að vera byrjunarliðsmaður hjá Häcken í Svíþjóð í upphafi þessa tímabils.

Hann hefur þakkað traustið og í dag lagði hann upp mark í góðum sigri, 3-1. Häcken er í fimmta sæti deildarinnar með ellefu stig eftir sex leiki.

Alfons í tapliði í úrslitaleik
Alfons Sampsted lék allan leikinn í bakverði hjá norsku meisturunum í Bodö/Glimt er liðið tapaði í úrslitaleik norsku bikarkeppninnar.

Það var aðeins eitt mark sem skildi liðin að og það kom á 76. mínútu. Björn Bergmann Sigurðarson er á mála hjá Molde en var ekki með í dag.

Sverrir og Ísak komu inn á
Sverrir Ingi Ingason kom inn á sem varamaður í hálfleik þegar PAOK gerði jafntefli gegn AEK Aþenu í grísku úrvalsdeildinni. PAOK er í öðru sæti deildarinnar, langt á eftir Olympiakos.

Þá lék Ísak Bergmann Jóhannesson um fimm mínútur þegar FC Kaupmannahöfn gerði markalaust jafntefli gegn Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni. Hákon Arnar Haraldsson var ónotaður varamaður hjá FCK, sem er áfram á toppnum í Danmörku með þremur stigum meira en Midtjylland.
Athugasemdir
banner
banner
banner