Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 01. maí 2022 18:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var betri en allir í Keflavíkurliðinu til samans
Kristall Máni Ingason.
Kristall Máni Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar unnu ansi sannfærandi sigur á Keflavík í Bestu deildinni í síðustu viku.

Sigurinn var aldrei í hættu hjá Íslands- og bikarmeisturunum og lokatölur 4-1 í leiknum.

Íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór Þórðarson segist aldrei hafa séð eins mikla yfirburði hjá sínum í Víkingum; hann man allavega ekki til þess.

„Ég held ég hafi aldrei séð aðra eins yfirburði hjá Víkingum og ég er líka þá að tala um það þegar við vorum bestir í Lengjudeildinni," sagði Tómas í útvarpsþættinum Fótbolta.net.

„Mér fannst þetta nánast meiri yfirburðir en þegar við unnum Völsung 16-0. Það var reyndar bara fíflerísleikur sem telst ekki með. Yfirburðirnir voru óhugnanlega miklir."

Keflvíkingar eru án stiga eftir þrjá leiki og hafa litið illa út í upphafi móts. Meiðsli hafa verið að stríða þeim.

„Kristall (Máni Ingason) var betri en allir í Keflavíkurliðinu til samans... Keflvíkingarnir höfðu ekki trú til að bjarga lífi sínu," sagði Tómas.

Hægt er að hlusta á alla umræðuna í spilaranum hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Sú Besta og Lengjudeildarspáin
Athugasemdir
banner
banner