Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 01. júní 2021 23:25
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Hamar á toppnum eftir sigur á SR
Hamar vann SR
Hamar vann SR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hamar er á toppnum í B-riðli 4. deildar karla eftir 3-2 sigur á SR í kvöld en á sama tíma gerðu Ýmir og Álftanes 3-3 jafntefli í C-riðlinum.

Hamar komst í 3-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Bjarka Rúnari Jónínusyni, Samuel Andrew Malson og Ísaki Leó Guðmundssyni.

SR kom til baka í þeim síðari. Jakob Óli Björgvinsson minnkaði muninn á 57. mínútu og þá náðu Jóhannes Kári Sólmundarson að gera annað mark sex mínútum fyrir leikslok. Lengra komst SR ekki og lokatölur 3-2 fyrir gestunum.

Hamar er á toppnum í B-riðli með 10 stig eftir fjóra leiki en SR með 6 stig eftir þrjá leiki.

Í C-riðli gerðu Ýmir og Álftanes 3-3 jafntefli. Álftanes er í efsta sæti C-riðils með 7 stig eftir þrjá leiki en Ýmir með 4 stig eftir jafnmarga leiki.

SR 2 - 3 Hamar
0-1 Bjarki Rúnar Jónínuson ('30 )
0-2 Samuel Andrew Malson ('38 )
0-3 Ísak Leó Guðmundsson ('40 )
1-3 Jakob Óli Bergsveinsson ('57 )
2-3 Jóhannes Kári Sólmundarson ('84 )

Ýmir 3 - 3 Álftanes
1-0 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('6 )
2-0 Agon Aron Morina ('16 )
2-1 Andri Janusson ('44 )
2-2 Daníel Ingi Egilsson ('45 )
2-3 Finn Axel Hansen ('48 )
3-3 Bjarki Freyr Guðmundsson ('52 )

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner