Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 01. júní 2021 17:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Æfingaleikur: Valur vann Breiðablik á föstudag
Sverrir Páll (í rauðu) skoraði tvö gegn Blikum.
Sverrir Páll (í rauðu) skoraði tvö gegn Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 1 - 3 Valur
Markaskorari Blika: Viktor Karl Einarsson
Markaskorar Vals: Sverrir Páll Hjaltested x2 og Christian Köhler

Valur og Breiðablik mættust í æfingaleik á föstudag. Liðin léku ekki í Pepsi Max-deildinni um helgina þar sem leikjum þeirra var frestað út af landsleik Íslands og Mexíkó.

Þeir Birkir Már Sævarsson hjá Val og Gísli Eyjólfsson hjá Breiðabliki spiluðu gegn Mexíkó.

Liðin léku á Kópavogsvelli og unnu Valsarar 3-1 sigur. Leiknar voru hefðbundnar 90 mínútur.

Byrjunarlið Vals: Sveinn, Almarr, Orri, Sebastian, Magnus, Haukur, Birkir H, Kristófer, Guðmdundur Andri, Andri og Sverrir Páll.

Byrjunarlið Breiðabliks: Brynjar Atli, Benedikt Warén, Viktor Örn, Davíð Ingvars, Hrannar (úr Augnablik), Oliver, Anton Logi, Finnur Orri, Sölvi Snær, Árni og Viktor Karl.
Athugasemdir
banner
banner
banner