Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 01. júní 2021 12:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ágúst hljóp lengst og Ingibergur með hraðasta sprettinn
Ágúst Eðvald
Ágúst Eðvald
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingibergur sá sneggstur
Ingibergur sá sneggstur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlaupatölur íslenskr leikmanna voru til umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag. Hjörvar Hafliðason ræddi við Harald Pétursson hjá Smart Sport sem skrifaði meistararitgerð við Háskólann í Reykjavík um hlaupatölur íslenskra leikmanna.

Þeir Hjörvar og Harald skoðuðu hversu mikið og hversu hratt leikmenn hlaupa.

Í þættinum kom fram hverjir hlupu hraðast og lengstu vegalengdina í leik í fyrra. Tölurnar eru úr meistararitgerð Haralds.

Þeir sem hlupu lengstu vegalengdina í einum leik:
1. Ágúst Eðvald Hlynsson Víkingur: 14,22 km í heimaleik gegn FH
2. Sigurður Egill Lárusson Valur: 13,88 km í útileik gegn KR
3. Arnór Breki Ásþórsson Fjölnir: 13,72 km í útileik gegn Stjörnunni
4. Jóhann Árni Gunnarsson Fjölnir: 13,7 km í útileik gegn Víkingi
5. Erlingur Agnarsson Víkingur: 13,61 km í heimaleik gegn HK

Þeir sem áttu hraðasta sprettinn:
1. Ingibergur Kort Sigurðsson Fjölnir: 35,47 km/klst
2. Brynjar Ingi Bjarnason KA: 35,36 km/klst
3. Aron Bjarnason Valur: 35,25 km/klst
4. Valgeir Lunddal Friðriksson Valur: 34,99 km/klst
5. Örvar Eggertsson Fjölnir: 34,88 km/klst

Hér að neðan má sjá tölfræði leikmanna í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2019/20. Áhugavert að þeir sem hlupu mest hér heima hlaupa talsvert meira en þeir sem hlupu mest í úrvaldeildinni.




Athugasemdir
banner
banner
banner