Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 01. júní 2021 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti efstur á blaði hjá Real Madrid
Everton gæti þurft að finna sér nýjan stjóra í sumar.
Everton gæti þurft að finna sér nýjan stjóra í sumar.
Mynd: EPA
Real Madrid er í leit að nýjum þjálfara eftir að Zinedine Zidane sagði upp á dögunum.

Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, sé efstur á lista hjá spænska stórveldinu og allt stefni í að hann verði ráðinn í starfið.

Ancelotti, sem verður 62 ára í næstu viku, var við stjórnvölinn hjá Real Madrid frá 2013 til 2015 með Zidane sem aðstoðarþjálfara. Félagið vann Meistaradeildina undir þeirra stjórn en hampaði svo engum titli tímabilið 2014-15 og var Ancelotti þá rekinn.

Undir stjórn Ancelotti vann Real Madrid rétt tæplega 75% leikja sinna. Enginn þjálfari hefur unnið hærra hlutfall leikja með félaginu að undanskildum Manuel Pellegrini.

Zidane er rétt undir 70% sigurhlutfalli en afrekaði þó að vinna Meistaradeild Evrópu þrisvar í röð.

Fréttin hefur verið uppfærð
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner