Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 01. júní 2021 13:30
Innkastið
Arnór Snær ráðinn til starfa hjá Bodö/Glimt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Snær Guðmundsson, aðstoðar- og styrktarþjálfari ÍA, og hefur skrifað undir samning við Noregsmeistara Bodö/Glimt og mun starfa sem fitnessþjálfari í akademíu meistaranna.

Þetta kom fram í Innkastinu.

Arnór hefur verið aðstoðarmaður Jóhannesar Karls Guðjónssonar í þjálfarateymi ÍA í Pepsi Max-deildinni.

Arnór er meistaranemi við íþróttafræðideild HR en hann er með BS gráðu í íþróttafræði og hefur síðastliðið ár verið í meistaranámsstöðu í íþróttavísindum hjá HR, sem er kostuð af KSÍ, þar sem hann hefur séð um mælingar á yngri karlalandsliðum Íslands.

„Það er gaman að því að það séu ekki bara leikmenn sem eru að fara út í 'mennskuna'," segir Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan.
Innkastið - Heitt í hamsi í Pepsi Max og ljótt orð í landsleik
Athugasemdir
banner
banner
banner