Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 01. júní 2021 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Auður vonandi framtíðarmarkmaður - Vill sjá hvar Kristín er stödd
Icelandair
Auður er markvörður sem samnningsbundin er Val en er á láni hjá ÍBV
Auður er markvörður sem samnningsbundin er Val en er á láni hjá ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristín Dís er miðvörður samningsbundin Breiðablik.
Kristín Dís er miðvörður samningsbundin Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og Kristín Dís Árnadóttir eru í landlsiðshópnum sem Þorsteinn Halldórsson, kvennalandsliðsþjálfari, valdi í dag.

Auður er í fyrsta sinn valin í kvennalandsliðið en Kristín Dís var valin síðasta haust en lék þá ekki leik með liðinu.

Þorsteinn var spurður út í valið á þeim á blaðamannafundi í dag.

„Auður er búin að standa sig vel undanfarið, gert vel í síðustu leikjum og er vonandi framtíðarmarkmaður, vonandi í kringum landsliðið næstu áratugi. Hún hefur verið í góðri framför og hefur heilt yfir verið að spila mjög vel með ÍBV," sagði Steini.

„Kristín var valin síðasta haust. Hún er lykilmaður í Breiðablik og hefur verið góð með liðinu undanfarin ár. Mig langaði að sjá hana í þessum hóp, með sterkum og góðum leikmönnum. Sjá hvar hún væri stödd raunverulega."

„Að einhverju leyti kemur hún inn í staðinn fyrri Önnu Björk (Kristjánsdóttur). Við ákváðum að velja fjóra hafsenta og Kristín varð fyrir valinu núna,"
sagði Steini.

Hann var svo til viðtals við Fótbolta.net eftir fundinn og það viðtal má sjá hér að neðan.
„Lít alltaf á að það sé í höndum leikmanna að komast í landsliðið"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner