Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 01. júní 2021 06:00
Aksentije Milisic
Eriksen steinhissa á brotthvarfi Conte
Mynd: Getty Images
Christian Eriksen, leikmaður Inter, segir að hann hafi verið steinhissa þegar það kom í ljós að Antonio Conte hafi yfirgefið félagið.

Conte gerði Inter að Ítalíumeistara á þessu tímabili. Í kjölfarið varð hann brjálaður út í forseta félagsins, Steven Zhang, eftir að hafa komist að því að félagið þurfi að skerða launapakka félagsins um 20% og selja leikmenn fyrir tæplega 87 milljónir punda til að halda sér á floti fjárhagslega. Hann sagði því upp í kjölfarið.

Eriksen var í vandræðum hjá Inter í upphafi og fékk lítið að spila hjá Conte. Allt breyttist hins vegar í janúar mánuði þegar hann kom inn á og tryggði liðinu sigur gegn grönnum sínum í AC Milan.

Í kjölfarið varð hann byrjunarliðsmaður hjá Conte og spilaði hann mjög vel þar sem eftir lifði tímabils.

„Við vissum að stjórinn myndi tala við stjórnina eftir tímabilið, það gerðist líka í fyrra. Það sem gerðist samt í kjölfarið var sjokkerandi," sagði Eriksen.

„Ég og Antonio höfum alltaf verið góðir vinir. Hann sá fótbolta á einn hátt og ég á annan. Það voru engin vandræði hjá okkur. Þetta snerist um að vinna og á endanum unnum við titilinn. Það er honum að þakka," sagði Daninn að lokum.

Athugasemdir
banner
banner
banner