Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 01. júní 2021 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Gerrard orðaður við stjórastöðuna hjá Everton
Steven Gerrard að taka við Everton?
Steven Gerrard að taka við Everton?
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur áhuga á því að ráða Steven Gerrard sem stjóra félagsins en það er Athletic sem greinir frá þessu í kvöld.

Carlo Ancelotti hætti sem stjóri Everton í dag og tók við Real Madrid en hann gerði þriggja ára samning við spænska félagið.

Ancelotti náði góðum árangri með Everton en hann tók við liðinu í desember 2019. Liðið hafnaði í tíunda sæti á tímabilinu sem var að klárast en liðið var lengi vel í baráttu um Evrópusæti.

Stjórastaðan er laus hjá félaginu en David Moyes hefur verið orðaður við endurkomu. Hann hefur gert frábæra hluti með West Ham og kom þeim í Evrópudeildina fyrir næsta tímabil en það er þó annað nafn á listanum sem kemur heldur betur á óvart.

Everton er sagt hafa mikinn áhuga á því að fá Steven Gerrard í brúnna en þetta kemur fram í grein Athletic.

Gerrard gerði Rangers að meisturum í Skotlandi. Þetta er fyrsta starf hans í meistaraflokki á þjálfaraferlinum en hann hefur gert afar gott starf og vann deildina nokkuð örugglega, 20 stigum á undan erkifjendum þeirra í Celtic.

Gerrard lék með Liverpool allan sinn feril á Englandi áður en hann hélt til Bandaríkjanna og koma þessar fréttir því á óvart. Það verður því áhugavert að fylgjast með framvindu mála á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner