Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 01. júní 2021 09:10
Elvar Geir Magnússon
Greenwood ekki með á EM
Mason Greenwood verður áfram í Manchester á meðan EM fer fram.
Mason Greenwood verður áfram í Manchester á meðan EM fer fram.
Mynd: Getty Images
Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, verður ekki með Englendingum á Evrópumótinu sem hefst þann 11. júní.

Í tilkynningu frá Manchester United segir að þessi 19 ára sóknarleikmaður sé að fara í meðhöndlun vegna undirliggjandi meiðsla. Um er að ræða sömu meiðsli og héldu honum frá EM U21 landsliða fyrra á árinu.

„Álaginu á honum var stýrt vandlega í gegnum erfiða leikjatörn nýliðins tímabils. En frekari þátttaka hans í mótsfótbolta er ekki ráðlögð og Mason verður áfram hjá Manchester United til að jafna sig á meiðslunum og undirbúa sig fyrir næsta tímabil," segir í tilkynningu Manchester United.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, mun í dag tilkynna 26 manna leikmannahóp sinn fyrir Evrópumótið.

The Athletic greinir frá því að ekki sé pláss fyrir Jesse Lingard í hópnum og þá herma heimildir ESPN að Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, verði ekki valinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner