þri 01. júní 2021 16:41
Elvar Geir Magnússon
Ísak spurður út í Wolves orðróminn - „Ég einbeiti mér að fótboltanum"
Icelandair
Ísak á landsliðsæfingu í dag.
Ísak á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn átján ára Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður Norrköping í Svíþjóð, er mikið efni og hefur verið orðaður við stórlið.

Hann ræddi við íslenska fjölmiðlamenn á fréttamannafundi í dag og var þá spurður út í kjaftasögurnar, meðal annars hvort eitthvað væri til í þeim sögum að viðræður við Úlfana væru langt á veg komnar?

„Eins og ég hef sagt áður þá er ég ekki mikið að spá í því. Ég einbeiti mér að fótboltanum. Það er hægt að spyrja umboðsmanninn um þessi mál. Ég er að einbeita mér að því að standa mig vel í leiknum gegn Færeyjum. Mér líður best þannig að einbeita mér að næstu æfingu eða næsta leik," svaraði Ísak.

Hann hefur verið orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Wolverhampton Wanderers og sagt að það félag leggi mikið kapp á að reyna að fá Íslendinginn efnilega í sínar raðir.

Sjá einnig:
„Geðveikt að spila með Aroni og Birki á miðjunni"
Athugasemdir
banner
banner
banner