Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 01. júní 2021 23:13
Brynjar Ingi Erluson
Ítalski hópurinn kynntur - Leikmenn tóku þátt í tónlistaratriði
Giacomo Raspadori er í hópnum hjá Mancini
Giacomo Raspadori er í hópnum hjá Mancini
Mynd: EPA
Ítalski landsliðshópurinn var kynntur í kvöld en Matteo Politano, Matteo Messina og Gianluca Mancini fara ekki með liðinu á Evrópumótið.

Roberto Mancini kom öllum á óvart með að velja Giacomo Raspadori, framherja Sassuolo, í hópinn.

Stefano Sensi, miðjumaður Inter, var tæpur en virðist klár og fer með Ítölum á EM.

Rafael Toloi, sem er fæddur í Brasilíu, fékk ítalskan ríkisborgararétt fyrr á árinu og er í hópnum.

Hópurinn var kynntur með stæl en það var boðið upp á tónlistaratriði þar sem ítalski rapparinn Clementino tók lagið og hjálpuðu þeir Lorenzo Insigne, Gianluigi Donnarumma og Ciro Immobile eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.

Markverðir: Gianluigi Donnarumma (Milan), Alex Meret (Napoli), Salvatore Sirigu (Torino).

Varnarmenn: Francesco Acerbi (Lazio), Alessandro Bastoni (Inter), Leonardo Bonucci (Juventus), Giorgio Chiellini (Juventus), Giovanni Di Lorenzo (Napoli), Emerson Palmieri (Chelsea), Alessandro Florenzi (Paris Saint Germain), Leonardo Spinazzola (Roma), Rafael Toloi (Atalanta).

Miðjumenn: Nicolò Barella (Inter), Bryan Cristante (Roma), Jorginho (Chelsea), Manuel Locatelli (Sassuolo), Lorenzo Pellegrini (Roma), Stefano Sensi (Inter), Marco Verratti (Paris Saint Germain).

Framherjar: Andrea Belotti (Torino), Domenico Berardi (Sassuolo), Federico Bernardeschi (Juventus), Federico Chiesa (Juventus), Ciro Immobile (Lazio), Lorenzo Insigne (Napoli), Giacomo Raspadori (Sassuolo).


Athugasemdir
banner