Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 01. júní 2021 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kahn tekur við stöðu Rummenigge hjá Bayern í sumar
Mynd: Getty Images
Karl-Heinz Rummenigge hættir sem framkvæmdastjóri FC Bayern München 30. júní, hálfu ári áður en búist var við.

Rummenigge er goðsögn hjá Bayern en önnur goðsögn hjá félaginu tekur við af honum, markvörðurinn fyrrverandi Oliver Kahn.

Rummenigge hefur setið í stjórn Bayern í næstum þrjátíu ár og telur hann vera kominn tíma á endurnýjun.

Rummenigge spilaði fyrir Bayern í tíu ár og Kahn í fjórtán. Kahn gekk í raðir Bayern tíu árum eftir að Rummenigge var þar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner