banner
   þri 01. júní 2021 13:04
Elvar Geir Magnússon
Kvennalandsliðið sem mætir Írlandi - Auður valin í fyrsta sinn
Icelandair
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving.
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristín Dís Árnadóttir.
Kristín Dís Árnadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
A-landslið kvenna mætir Írlandi í tveimur vináttuleikjum á Laugardalsvelli – 11. og 15. júní. Miðasala er hafin á Tix.is og getur hver kaupandi mest keypt fjóra miða. Miðaverð er kr. 2.000 (50% afsláttur fyrir 16 ára og yngri).

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt hópinn fyrir leikina en hann velur 23 leikmenn sem taka þátt í leikjunum.

Auður Scheving, markvörður ÍBV, er valin í landsliðið í fyrsta sinn og þá er varnarmaðurinn Kristín Dís Árnadóttir í Breiðabliki annar nýliði í hópnum.

Ingibjörg Sigurðardóttir snýr aftur í hópinn en fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir er ekki í hópnum þar sem hún á von á barni.

Leikirnir fara báðir fram á Laugardalsvelli 11. og 15. júní og hefjast þeir báðir kl. 17:00.

Hópurinn:
Sandra Sigurðardóttir | Valur | 35 leikir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir | KIF Örebro DFF | 2 leikir
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving | ÍBV

Hafrún Rakel Halldórsdóttir | Breiðablik | 2 leikir
Elísa Viðarsdóttir | Valur | 39 leikir
Glódís Perla Viggósdóttir | FC Rosengard | 91 leikir, 6 mörk
Ingibjörg Sigurðardóttir | Valerenga | 35 leikir
Guðrún Arnardóttir | Djurgarden IF DFF | 9 leikir
Kristín Dís Árnadóttir | Breiðablik
Hallbera Guðný Gísladóttir | AIK | 118 leikir, 3 mörk
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir | Breiðablik | 4 leikir
Andrea Rán Hauksdóttir | Breiðablik | 11 leikir, 2 mörk
Dagný Brynjarsdóttir | West Ham | 90 leikir, 29 mörk
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Orlando Pride | 78 leikir, 10 mörk
Alexandra Jóhannsdóttir | Eintracht Frankfurt | 12 leikir, 2 mörk
Karitas Tómasdóttir | Breiðablik | 2 leikir
Berglind Rós Ágústsdóttir | KIF Örebro DFF | 2 leikir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir | Bayern Munich | 6 leikir, 2 mörk
Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Le Havre | 50 leikir, 6 mörk
Elín Metta Jensen | Valur | 56 leikir, 16 mörk
Agla María Albertsdóttir | Breiðablik | 35 leikir, 2 mörk
Sveindís Jane Jónsdóttir | Kristianstads DFF | 7 leikir, 2 mörk
Svava Rós Guðmundsdóttir | Girondins de Bordeaux | 24 leikir, 1 mark




Athugasemdir
banner
banner
banner