Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 01. júní 2021 15:56
Elvar Geir Magnússon
Lars ekki fullbólusettur og ekki með í ferðinni
Icelandair
Lars Lagerback er ekki með íslenska liðinu í ferðinni.
Lars Lagerback er ekki með íslenska liðinu í ferðinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback, aðstoðarmaður Arnars Þórs Viðarssonar, er ekki með í þessum landsleikjaglugga. Hann tók þátt í undirbúningi fyrir verkefnið en er ekki með hópnum sjálfum.

Arnar var spurður út í fjarveru Svíans á fréttamannafundi í dag. Lars, sem er 72 ára, hefur ekki verið bólusettur að fullu.

„Lars er fjarverandi í þessum glugga því það er ekki búið að bólusetja hann 100% í Svíþjóð. Eins og í marsglugganum þegar við fórum til Armeníu þá fór hann heim. Þetta eru löng ferðalög, fyrir utan Færeyjar, svo við tókum þá ákvörðun að Lars yrði með okkur í undirbúningnum en er ekki með okkur í ferðinni," segir Arnar.

„Þegar búið er að bólusetja Lars þá ætlum við að koma saman í sumar og greina fyrstu tvo gluggana og byrja að undirbúa haustið."

Næst á dagskrá er vináttulandsleikur gegn Færeyjum í Þórshöfn á föstudaginn, leikurinn hefst 18:45. Svo verður haldið til Póllands og leikið gegn heimamönnum í næstu viku.
Athugasemdir
banner