Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 01. júní 2021 21:12
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikar kvenna: Afturelding og Selfoss í 8-liða úrslit
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði fyrir Selfoss
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði fyrir Selfoss
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragna Guðrún Guðmundsdóttir gerði seinna markið hjá Aftureldingu
Ragna Guðrún Guðmundsdóttir gerði seinna markið hjá Aftureldingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding og Selfoss eru komin áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins.

Afturelding vann Grindavík 2-0 á Grindavíkurvelli. Sarra Lissy Chontosh kom Aftureldingu yfir á 69. mínútu með góðu skoti úr teignum.

Ragna Guðrún Guðmundsdóttir gulltryggði sigurinn í uppbótartíma er hún lék á hvern varnarmanninn á fætur öðrum áður en hún lagði boltann snyrtilega í netið.

Afturelding komið áfram í 8-liða úrslitin en Selfoss tryggði sig einnig þangað með 3-0 sigri á KR.

Brenna Lovera skoraði fyrsta markið á 13. mínútu. Selfyssingar voru töluvert betri í leiknum og hefðu getað bætt við fleiri mörkum áður en flautað var til hálfleiks en tókst þó ekki að nýta færin.

Hólmfríður Magnúsdóttir gerði annað mark Selfyssinga á 62. mínútu en hún fékk boltann vinstra megin í teignum og skoraði nokkuð örugglega. Bryndís Líf Jónsdóttir gerði svo þriðja markið undir lok leiksins.

Hún fékk sendingu inn fyrir vörnina og afgreiddi boltann framhjá Benedicte Iversen Haland í markinu. Lokatölur 3-0 og Selfoss áfram.

Úrslit og markaskorarar:

KR 0 - 3 Selfoss
0-1 Brenna Lovera ('13 )
0-2 Hólmfríður Magnúsdóttir ('62 )
0-3 Brynja Líf Jónsdóttir ('90 )
Lestu um leikinn

Grindavík 0 - 2 Afturelding
0-1 Sara Lissy Chontosh ('69 )
0-2 Ragna Guðrún Guðmundsdóttir ('91 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner