þri 01. júní 2021 20:40
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikar kvenna: Valur skoraði sjö - FH vann í vító
Fanndís Friðriksdóttir snéri aftur í lið Vals og skoraði
Fanndís Friðriksdóttir snéri aftur í lið Vals og skoraði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa Lana var öflug er FH fór áfram
Elísa Lana var öflug er FH fór áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur og FH eru komin í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir góða sigra í kvöld en Valur vann Völsung 7-0 á meðan FH vann ÞórKA í vítaspyrnukeppni.

Fanndís Friðriksdóttir var í byrjunarliði Vals en hún snéri aftur eftir barnsburð.

Sólveig Jóhannesdóttir Larsen skoraði fyrstu tvö mörk Vals á fjögurra mínútna kafla áður en Fanndís gerði þriðja markið á 21. mínútu.

Mist Edvardsdóttir og Elin Metta Jensen bættu við tveimur mörkum áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Ásdís Karen Halldórsdóttir gerði tvö mörk til viðbótar og lokatölur því 7-0 fyrir Val sem er komið í 8-liða úrslitin.

FH er þá komið í 8-liða úrslitin eftir að hafa unnið Þór/KA í vítakeppni en staðan var 1-1 eftir framlengingu. Elísa Lana Sigurjónsdóttir skoraði fyrir FH á 7. mínútu með skoti fyrir utan teig.

Arna Sif Ásgrímsdóttir jafnaði metin fyrir Þór/KA á 59. mínútu með skalla. Bæði lið fengu fínustu færi en náðu þó ekki að skila boltanum í netið.

Elísa Lana átti stangarskot á 92. mínútu fyrir FH og þá átti Sandra Nabweteme skot í slá fyrir Þór/KA en inn vildi boltinn ekki og því þurfti vítaspyrnukeppni til að knýja fram sigurvegara.

FH skoraði úr öllum spyrnum sínum en Katelin Talbert varði aðra spyrnu Þór/KA frá Örnu Sif Ásgrímsdóttur. FH verður því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit.

Úrslit og markaskorarar:

Völsungur 0 - 7 Valur
0-1 Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('16 )
0-2 Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('20 )
0-3 Fanndís Friðriksdóttir ('21 )
0-4 Mist Edvardsdóttir ('39 )
0-5 Elín Metta Jensen ('44 )
0-6 Ásdís Karen Halldórsdóttir ('48 )
0-7 Ásdís Karen Halldórsdóttir ('63 )

FH 6 - 5 Þór/KA
1-0 Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('7)
1-1 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('59)
1-2 Sandra Nabweteme ('120, víti)
2-2 Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir ('120, víti)
2-2 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('120, misnotað víti)
3-2 Andrea Marý Sigurjónsdóttir ('120, víti)
3-3 Hulda Ósk Jónsdóttir ('120, víti)
4-3 Rannveig Bjarnadóttir ('120, víti)
4-4 Karen María Sigurgeirsdóttir ('120, víti)
5-4 Erna Guðrún Magnúsdóttir ('120, víti)
5-5 Hulda Björg Hannesdóttir ('120, víti)
6-5 Selma Dögg Björgvinsdóttir ('120, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner