Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 01. júní 2021 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ofurdeildin kvartaði til Evrópudómstólsins
Mynd: Getty Images
Hugmyndin um evrópska Ofurdeild er enn á lífi sem þrjú stórveldi í knattspyrnuheiminum vilja setja hana á laggirnar.

Félögin voru tólf talsins þegar áform um Ofurdeild voru kynnt. Það liðu þó ekki margar klukkustundir þar til níu félög höfðu dregið sig til baka eftir endalausa gagnrýni frá stuðningsmönnum og hinum ýmsu knattspyrnusérfræðingum.

Þrjú stofnfélög drógu sig þó ekki til baka, tvö stærstu félögin á Spáni og stærsta félag Ítalíu.

Forsetar Barcelona, Real Madrid og Juventus eru ósáttir með hvernig UEFA höndlaði stofnun Ofurdeildarinnar og hafa þeir ákveðið að fara með málið fyrir Evrópudómstólinn.

UEFA barðist hart á móti stofnun Ofurdeildarinnar og telja forsetarnir Florentino Perez, Joan Laporta og Andrea Agnelli evrópska knattspyrnusambandið hafa brotið samkeppnislög.

„Uefa hefur mikla trú á réttarstöðu sinni og mun berjast með kjafti og klóm," segir meðal annars í yfirlýsingu frá UEFA.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner