Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 01. júní 2021 21:30
Brynjar Ingi Erluson
Pochettino vill yfirgefa PSG
Mauricio Pochettino vill aftur til Englands
Mauricio Pochettino vill aftur til Englands
Mynd: EPA
Argentínski þjálfarinn Mauricio Pochettino hefur greint forseta Paris Saint-Germain að hann vilji yfirgefa félagið en franska blaðið Liberation segir frá þessu.

Pochettino tók við PSG fyrr á þessu ári eftir að Thomas Tuchel var látinn taka poka sinn.

Argentínumaðurinn stýrði franska liðinu til sigurs í franska bikarnum en liðið hafnaði í 2. sæti deildarinnar og datt út í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Pochettino hefur nú lagt fram formlega beiðni til Nasser Al-Khelaifi, forseta Paris Saint-Germain, um að hann vilji fara frá félaginu en hann hefur mikinn áhuga á því að snúa aftur til Tottenham.

Hann á góðar minningar frá Tottenham en hann stýrði liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2019. Pochettino var síðan rekinn aðeins sex mánuðum síðar eftir slakan árangur í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner