þri 01. júní 2021 18:30
Hafliði Breiðfjörð
Refsing á æfingu Íslands - Eiður sparkaði í rass sonar síns
Icelandair
Eiður sparkar í rassinn á Sveini Aroni.
Eiður sparkar í rassinn á Sveini Aroni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið millilenti hér á landi eftir leikinn gegn Mexíkó á dögunum og tók æfingar á Laugardalsvelli áður en haldið verður til Færeyja á morgun þar sem liðið mætir heimamönnum á föstudagskvöldið.

Æfing liðsins hófst klukkan 11:30 í morgun en áður en hún fór í gang fór fram refsing.

Sveinn Aron Guðjohnsen hafði mætt of seint í sýnatöku vegna Covid-19 í morgun og fékk refsingu fyrir það frá liðsfélögum og þjálfarateyminu.

Þannig þurfti hann að ganga í gegnum þröng göng leikmanna Íslands inn á völlinn og höggin dundu á honum á leiðinni. Í enda ganganna var svo landsliðsfyrirliðinn og þjálfarateymið. Faðir Sveins Arons, Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari Íslands endaði þar þrautagönguna á að sparka í rassinn á syni sínum. Myndir af þessu eru hér að neðan,
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner