Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 01. júní 2021 14:40
Ívan Guðjón Baldursson
Rodwell, Jagielka og Lundstram farnir frá Sheffield
Mynd: Sheffield United
Mynd: Getty Images
Jack Rodwell og Phil Jagielka eru meðal samningslausra leikmanna eftir dvöl sína hjá Sheffield United sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor.

Rodwell er þrítugur miðjumaður sem kom aðeins tvisvar sinnum við sögu á átján mánuðum hjá félaginu.

Jagielka er aðeins eldri, hann verður 39 ára í haust, og tók þátt í 22 leikjum á tveimur árum í Sheffield.

Ólíklegt er að annað hvort Rodwell eða Jagielka muni leika aftur í ensku úrvalsdeildinni, en Rodwell þótti gríðarlega mikið efni á sínum tíma og var lykilmaður í yngri landsliðum Englands.

Jagielka er gríðarlega reyndur og á 40 leiki að baki fyrir A-landslið Englands. Hann gæti lagt skóna á hilluna, farið í neðri deildirnar eða til útlanda.

Leikmenn Sheffield eru komnir í sumarfrí og því eru Jagielka og Rodwell frjálsir ferða sinna.

Auk þeirra eru John Lundstram, Simon Moore, Ashton Hall og Tommy Williams farnir. Ethan Ampadu var á lánssamningi og er farinn aftur til Chelsea.

Það verður áhugavert að fylgjast með næsta skrefi Lundstram sem er 27 ára gamall og á rúmlega 60 úrvalsdeildarleiki að baki.

Varnartengiliðnum Kean Bryan var aftur á móti boðinn samningur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner