Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 01. júní 2021 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Southgate furðar sig á ensku pressunni - „Trent er búinn að vita þetta í nokkrar vikur"
Trent-Alexander Arnold fer á EM
Trent-Alexander Arnold fer á EM
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, furðaði sig mikið á umfjöllun enskra miðla um stöðu Trent Alexander-Arnold í hópnum en þeir fullyrtu það að hann yrði ekki í lokahópnum sem færi á Evrópumótið.

Alexander-Arnold var valinn í lokahópinn hjá Englendingum í dag en það var búið að greina frá því að hann yrði ekki í hópnum.

Hann hefur verið með stöðugustu bakvörðum heimsins undanfarin ár en það var gert ráð fyrir því að Kieran Trippier og Reece James myndu fara á mótið og Alexander-Arnold yrði skilinn eftir heima.

Þeir voru allir þrír í hópnum en Southgate segir umfjöllunina afar undarlega í ljósi þess að Alexander-Arnold hefur vitað það í nokkrar vikur að hann færi á EM.

„Trent hefur vitað þetta í nokrrar vikur. Ég verð bara að taka því sem þjálfari enska landsliðsins að sumar greinar sem eru skrifaðir hafa ekkert sannleiksgildi en þetta skapar hins vegar smá kvíða fyrir leikmennina," sagði Southgate við ITV.
Athugasemdir
banner
banner
banner