Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 01. júní 2021 10:48
Elvar Geir Magnússon
Útlit fyrir að De Bruyne spili á EM - Þarf ekki aðgerð
De Bruyne verður með á EM.
De Bruyne verður með á EM.
Mynd: EPA
Kevin De Bruyne þarf ekki að fara í aðgerð eftir að hann nefbrotnaði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belgíu, segist bjartsýnn á að leikmaðurinn komi til móts við landsliðshópinn í næstu viku fyrir EM alls staðar.

De Bruyne meiddist í baráttu við Antonio Rudiger þegar Manchester City tapaði gegn Chelsea í úrslitaleiknum á laugardaginn. Óttast var að hann myndi missa af EM.

Þrátt fyrir að horfurnar varðandi De Bruyne séu góðar er Martínez ekki viss um hvort hann verði tilbúinn í fytrsta leik Belga á EM, leikinn gegn Rússum þann 12. júní.

Ef hann hefði þurft að fara í aðgerð hefði verið nær útilokað að hann gæti tekið þátt í mótinu.

Belgar mæta Danmörku þann 17. júní og leika svo gegn Finnlandi í lokaumferð B-riðils þann 21. júní.

Sjá einnig:
Segir að Rudiger hefði átt að fá rautt fyrir brotið á De Bruyne
Athugasemdir
banner
banner