Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 01. júní 2021 09:00
Aksentije Milisic
Van de Beek ætlar að ræða við Solskjær í sumar
Hér er Donny í einum af fáu byrjunarliðsleikjum hans í ensku úrvalsdeildinni.
Hér er Donny í einum af fáu byrjunarliðsleikjum hans í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Donny Van de Beek, leikmaður Manchester United, ætlar að fara á fund með Ole Gunnar Solskjær, stjóra félagins, þar sem framtíð Hollendingsins hjá félaginu verður rædd.

Donny er ósáttur með það hversu lítið hann hefur fengið að spila hjá United. Hann var algjör varaskeifa í allan vetur og fékk mjög fáa sénsa undir stjórn Solskjær.

United keypti leikmanninn á 40 milljónir punda frá Ajax síðast sumar.

„Ég er þolinmóður maður. Ég fór samt til United með það í huga að spila eins mikið og hægt er," sagði de Beek fyrir stuttu síðan.

Fjölmiðlar í Hollandi hafa mikið fjallað um stöðu Donny hjá United í allan vetur og spurning hvort hann verði hreinlega seldur í sumar.
Athugasemdir
banner
banner