þri 01. júní 2021 17:41
Elvar Geir Magnússon
Viktor Bjarki og Ísak Atli fengu lengra bann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Bjarki Arnarsson, aðstoðarþjálfari HK, var dæmdur í tveggja leikja bann á fundi aganefndar KSÍ í dag.

Hann fékk rautt spjald fyrir hegðun sína á hliðarlínunni í sigri HK gegn Leikni í Pepsi Max-deildinni.

Eftir að hann fékk rauða spjaldið brást hann við með því að klappa kaldhæðnislega að dómaranum og fær því aukaleik í bann.

Ísak Atli Kristjánsson, leikmaður Aftureldingar, fékk rautt spjald fyrir orðbragð í garð dómara í tapleik gegn Þór Akureyri. Hann fær tveggja leikja bann fyrir ummæli sín og missir af leikjum gegn Fjölni og Vestra í Lengjudeildinni.

Emil Atlason, sóknarmaður Stjörnunnar, fær eins leiks bann fyrir brottvísun sína í jafnteflisleik gegn Fylki en hér má sjá úrskurði frá fundi aganefndar í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner