Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. júní 2022 10:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bale þakkar fyrir sig
Gareth Bale.
Gareth Bale.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bale vann Meistaradeildina í fimmta sinn um síðustu helgi.
Bale vann Meistaradeildina í fimmta sinn um síðustu helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gareth Bale er formlega búinn að kveðja Real Madrid eftir níu ára veru hjá félaginu.

Hann var að skrifa bréf sem hann birti á samfélagsmiðlum núna í morgunsárið.

„Ég skrifa þessi skilaboð til þess að segja 'takk' við liðsfélaga mína, bæði núverandi og fyrrverandi, við knattspyrnustjóra mína, við allt starfsfólkið og stuðningsfólkið sem studdi ávallt við bakið á mér," skrifar Bale.

„Ég kom hingað fyrir níu árum sem ungur drengur sem vildi upplifa þann draum að spila fyrir Real Madrid. Að klæðast hvíta búningnum, bera merkið á brjósti mér, að spila á Santiago Bernabeu, vinna titla og vera hluti af því sem félagið er svo frægt fyrir: Að vinna Meistaradeildina."

„Þessi draumur varð að veruleika."

Þó tími hans hjá Real Madrid hafi ekki endað vel, þá var hann heilt yfir mjög góður og fer Bale frá félaginu með fimm Meistaradeildartitla. Hann fékk ekki alltaf þá virðingu sem hann átti skilið hjá stuðningsfólki félagsins.

Titlarnir sem Bale vann með Real Madrid
Meistaradeildin: 2014, 2016, 2017, 2018, 2022.
Spænska úrvalsdeildin: 2017, 2020, 2022.
Spænski bikarinn: 2014.
Spænski ofurbikarinn: 2017.
Ofurbikar Evrópu: 2014, 2016, 2017.
HM félagsliða: 2014, 2016, 2017, 2018.

Hvað næst?
Það er stóra spurningin. Það hefur verið í umræðunni að Bale hafi ekkert mikinn áhuga á því að spila fótbolta lengur og að hann ætli að leggja skóna á hilluna ef Wales kemst ekki á HM í Katar. Það hafa ekki verið margar sögusagnir um það hvert hann sé að fara.


Athugasemdir
banner
banner