mið 01. júní 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dregið í undankeppni U17 og U19 kvenna
Icelandair
Mynd: KSÍ
Mynd: Getty Images
Búið er að draga í riðla fyrir undankeppni EM 2023 hjá landsliðum í U17 og U19 flokki kvenna.

U19 landslið Íslands er í þægilegum riðli ásamt Litháen, Færeyjum og Liechtenstein. Þar er ekkert í boði nema sigur til að komast í sterkari riðil í undankeppninni.

U19 er í B-deild undankeppninnar og kemst upp í A-deild með sigri í þessum riðli, sem verður leikinn í Litháen 8.-14. nóvember.

U17 landsliðið er hins vegar í A-deild og endurspeglast það á tilvonandi andstæðingum.

Ísland er þar í riðli með Frakklandi, Ítalíu og Sviss og nægir að enda meðal þriggju efsta liða riðilsins til að komast á næsta stig undankeppninnar. Endi Ísland í fjórða sæti fara stelpurnar niður í B-deild.

Riðill Íslands verður leikinn á Ítalíu 4.-10. október.


Athugasemdir
banner
banner
banner