Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. júní 2022 12:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki gaman að spila á móti Magga - „Ömurlegt, ógeðslega leiðinlegt"
Magnús Þórir Matthíasson.
Magnús Þórir Matthíasson.
Mynd: Njarðvík
„Ég heyrði að Maggi Matt hefði átt að fá pjúra rautt," sagði Gylfi Tryggvason í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu þar sem farið er yfir neðri deildir karla.

Þegar rætt var um 3-0 sigur Njarðvíkur á Reyni Sandgerði þá barst Magnús Þórir Matthíasson, leikmaður Njarðvíkur, í tal og hvernig hann er inn á vellinum.

„Hann kemst alltaf upp með þetta," sagði Gylfi.

Óskar Smári Haraldsson spilaði á móti Magnúsi þegar hann var leikmaður Tindastóls og segir hann það afskaplega leiðinlegt. „Það var ömurlegt, ógeðslega leiðinlegt. Hann er bara 'dirty' leikmaður."

„Hann er geggjað góður í fótbolta og ótrúlega 'dirty'," sagði Gylfi og tók Sverrir Mar Smárason undir það. „Hann er líka geggjað góður að vera 'dirty'. Það vandmeðfarið að komast upp með það að vera 'dirty'. Það er hvernig þú ferð með það í rauninni."

„Kjartan Henry (Finnbogason) fer vel með það að vera 'dirty'. Þetta er bara þannig týpa," sagði Sverrir.

Magnús Þórir hefur farið mjög vel af stað á tímabilinu og er búinn að skora þrjú mörk í fjórum leikjum í 2. deild.

Hægt er að hlusta á Ástríðuna í heild sinni hér fyrir neðan.
Ástríðan - 4. umferð - Til hamingju Njarðvík og Dalvík
Athugasemdir
banner
banner
banner