Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 01. júní 2022 15:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heldur því fram að Heimir Hallgríms sé nýr þjálfari Vals
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgímsson er að taka við sem þjálfari Vals að sögn Kristjáns Óla Sigurðssonar, sem er sérfræðingur í hlaðvarpinu Þungavigtinni.

Tilkynnt á morgun eða föstudag. Laun 3.500.000 ISK á mánuði," skrifar Kristján Óli á Twitter.

Valur tapaði sínum fjóra leik í röð er þeir sóttu Fram heim í Bestu deildinni síðasta sunnudag. Liðið er úr leik í titilbaráttunni og í bikarnum. Í fyrra átti liðið alls ekki gott tímabil og missti af Evrópusæti.

Það hafa verið sögusagnir þess efnis síðustu daga að Heimir Guðjónsson verði látinn fara og Heimir Hallgríms muni taka við; Heimir út fyrir Heimi.

Sigurður Pálsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Vals, spjallaði við 433.is í dag og sagðist ekki vita til þess að þjálfarabreytingar væru fyrirhugaðar. „Þjálfaramálin eru á höndum stjórnar, ég hef ekkert heyrt í Berki nýlega. Hann er í fríi, Heimir er bara okkar þjálfari eins og staðan er í dag," sagði Sigurður.

Börkur Edvardsson, sem er formaður knattspyrnudeildar, er erlendis og hefur ekki náðst í hann.

Heimir Hallgríms er fyrrum landsliðsþjálfari og fyrrum þjálfari ÍBV. Hann var síðast þjálfari Al Arabi í Katar. Hann náði mögnuðum árangri sem þjálfari karlalandsliðsins, fyrst ásamt Lars Lagerback og svo með Helga Kolviðsson sem sinn aðstoðarmann.


Athugasemdir
banner
banner
banner