Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 01. júní 2022 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Lykilmenn hjá Napoli að renna út á samningi
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Aurelio De Laurentiis, eigandi Napoli, var spurður út í framtíð nokkurra leikmanna félagsins sem hafa verið orðaðir við brottför.


Kalidou Koulibaly hefur lengi verið einn af bestu miðvörðum Serie A deildarinnar og hefur að undanförnu verið orðaður við Barcelona og Chelsea.

Senegalinn verður 31 árs í sumar og á aðeins eitt ár eftir af samningnum við Napoli.

Dries Mertens er markahæsti leikmaður í sögu Napoli og rennur út á samningi í sumar eftir að félagið ákvað að nýta ekki möguleika um að framlengja samninginn um eitt ár.

Napoli vill halda Mertens hjá félaginu og hefur boðið honum nýjan eins árs samning á lægri kjörum.

Mertens er 35 ára gamall og skoraði 13 mörk í 37 leikjum með Napoli á nýliðnu tímabili.

„Boltinn er hjá þeim (Koulibaly og Mertens), núna munum við sjá hvort peningar séu það eina sem þeir þrá... eða ef þeir vilja halda áfram að búa hér í Napoli. Það eru forréttindi að búa hér," sagði De Laurentiis, sem ræddi einnig um Edinson Cavani, Fabian Ruiz og David Ospina.

Ruiz er lykilmaður á miðjunni sem á aðeins eitt ár eftir af samningnum við félagið á meðan markvörðurinn Ospina rennur út á samningi í sumar.

„Við erum ekki í viðræðum við Edinson Cavani. Ég er búinn að ræða við umboðsmenn Fabian Ruiz og þeir hafa beðið um 15 daga til að taka ákvörðun um framtíðina.

„Við erum líka að bíða eftir svari frá David Ospina sem er að renna út á samningi. Við viljum ekki reka þessa leikmenn burt frá félaginu en við getum heldur ekki boðið þeim brjálaða samninga."


Athugasemdir
banner
banner
banner