Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. júní 2022 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd opnar viðræður við Barca um De Jong
De Jong og Van de Beek mynduðu öflugt par á miðjunni hjá Ajax fyrir fjórum árum.
De Jong og Van de Beek mynduðu öflugt par á miðjunni hjá Ajax fyrir fjórum árum.
Mynd: Getty Images

Manchester United hefur hafið viðræður um að kaupa hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong frá Barcelona. Fabrizio Romano greinir frá þessu þrátt fyrir opinber ummæli bæði De Jong og Xavi þjálfara Barca um að hann vill vera áfram hjá félaginu.


Börsungar gætu neyðst til að selja De Jong fyrir rétta upphæð þar sem fjárhagsstaða félagsins er ekki sú besta. Kaupviðræðurnar verða erfiðar þar sem Börsungar vilja fá 85 milljónir evra til að selja Hollendinginn.

De Jong er 25 ára gamall og hefur skorað 13 mörk í 140 leikjum frá komu sinni til Barca fyrir þremur árum.

Hjá Man Utd myndi hann endursameinast Erik ten Hag, fyrrum þjálfara sínum hjá Ajax, og Donny van de Beek, fyrrum liðsfélaga hjá Ajax. Þá er líklegt að fleiri Hollendingar munu fylgja þar sem Ten Hag hefur miklar mætur á ýmsum leikmönnum Ajax og þá sérstaklega vinstri bakverðinum Jurriën Timber.

De Jong ætti að eiga auðvelt með að koma sér inn í byrjunarliðið hjá Man Utd sem er með Scott McTominay og Fred innan herbúða sinna auk Van de Beek, Andreas Pereira og James Garner sem snúa aftur til baka úr láni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner