Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 01. júní 2022 12:30
Hafliði Breiðfjörð
Nýtt vandamál fyrir Þrótt Vogum - Frestað vegna landsleikja
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur Vogum leikur í Lengjudeildinni í sumar en það er í fyrsta sinn sem liðið leikur svo ofarlega í deildarkeppni.


Velgengninni fylgja svo ný vandamál því nú hefur þurft að fresta tveimur komandi leikjum hjá liðinu því tveir leikmanna liðsins eru í landsliðsverkefnum og það er meira er þeir mætast innbyrðis þar.

Þetta eru þeir Michael Kedman sem er landsliðsmaður Trinidad og Tobago og Pablo Gállego sem er landsliðsmaður Nígaragúa.

Það verður nóg að gera hjá þeim á komandi vikum því bæði landslið þeirra spila fjóra leiki á næstu vikum í Þjóðadeild norður og mið ameríku.

Þeir munu meira að segja mætast innbyrðis í viðureign Nígaragúa og Trínidad & Tobago næstkomandi laugardag.

Leikmennirnir snúa ekki aftur fyrr en um miðjan mánuðinn og því hefur tveimur leikjum Þróttara verið frestað um óákveðinn tíma.

LEIKJUM FRESTAÐ

föstudagur 3. júní
19:15 Þróttur Vogum - HK

fimmtudagur 9. júní
19:15 Grótta - Þróttur Vogum


Athugasemdir
banner
banner
banner