Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 01. júní 2022 17:20
Ívan Guðjón Baldursson
Pardew hættur hjá CSKA vegna fordóma stuðningsmanna
Mynd: Getty Images

Alan Pardew hefur yfirgefið starf sitt sem tæknilegur ráðgjafi hjá CSKA Sofia í Búlgaríu vegna kynþáttafordóma stuðningsmanna.


Hluti stuðningsmanna félagsins hefur verið að níðast á svörtum leikmönnum liðsins eftir tap í úrslitaleik búlgarska bikarsins í maí og þolir Pardew ástandið ekki lengur.

Hann hefur því ákveðið að hætta hjá félaginu en hugmyndin var upprunalega að taka við starfi aðalþjálfara í sumar. Alex Dyer aðstoðarþjálfari hættir ásamt Pardew en hann var fyrsti svarti maðurinn til að vera ráðinn í þjálfarateymi CSKA.

Svokallaðir stuðningsmenn CSKA hafa meðal annars kastað banönum í svarta leikmenn félagsins sem neituðu að spila í kjölfarið en voru neyddir til þess. 

„Það sem gerðist fyrir og eftir leikinn gegn Botev Plovdiv er algjörlega óásættanlegt fyrir mig, aðstoðarmann minn Alex Dyer og alla leikmenn liðsins," sagði Pardew.

„Ég vil ekki þjálfa félag þar sem svona skipulagður hópur af rasistum þrífst. Félag eins og CSKA á betra skilið." 

Pardew, sem verður 61 árs í júlí, hefur meðal annars stýrt West Ham, Southampton og Newcastle á rúmlega 20 ára þjálfaraferli.


Athugasemdir
banner
banner