Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 01. júní 2022 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Richarlison ákærður af knattspyrnusambandinu
Richarlison með blysið.
Richarlison með blysið.
Mynd: Getty Images
Richarlison, leikmaður Everton á Englandi, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu.

Ákæran snýr að því að Richarlison kastaði blysi út í stúku á Goodison Park, heimavelli Everton, í 1-0 sigri gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni þann 1. maí síðastliðinn.

Blysi var kastað á völlinn eftir að Richarlison skoraði og ákvað hann að kastað því aftur út í stúkuna.

Enska knattspyrnusambandið lítur svo á að þetta hafi ekki verið ásættanleg hegðun, að þarna hafi hann getað slasað fólk.

Richarlison hefur núna viku til að svara ákærunni, en hann gæti átt von á einhvers konar refsingu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner