Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. júní 2022 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salah vill vera áfram á Englandi, en verður það hjá Liverpool?
Mohamed Salah.
Mohamed Salah.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég verð áfram á næsta tímabili, það er klárt," sagði Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í síðustu viku.

En verður hann hjá félaginu lengur en það?

Það er það sem margir spyrja sig að núna. Samningur Salah rennur út 2023 og er honum því frjálst að fara ef ekki tekst að græja nýjan samning fyrir hann.

The Athletic, sem er yfirleitt áreiðanlegur miðill, fjallar í dag um það að hinn 29 ára gamli Salah hafi meiri áhuga á því að vera áfram í ensku úrvalsdeildinni en að fara erlendis. Því gæti hann farið í annað félag á Englandi þegar samningur hans rennur út.

Jafnframt er fjallað um það að Salah hafi ekki sest niður með Liverpool til að ræða um nýjan samning í sex mánuði. Síðast þegar Egyptinn settist niður að samningaborðinu þá var mjög mikill munur á því sem hann vildi og því sem Liverpool var til í að bjóða.

Salah var markahæstur í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu sem var að klárast og hefur verið magnaður síðustu ár. En Liverpool vinnur eftir ákveðnu plani hvað varðar launastrúktur og er ekki mikið fyrir því að bjóða leikmönnum himinhá laun.

Það er talið að Salah sé að leitast eftir því að verða sjötti launahæsti fótboltamaður í heimi.

Ef bara er litið á grunnlaun frá félögum, þá er Kylian Mbappe nýorðinn launahæsti fótboltamaður í heimi eftir að hafa skrifað undir nýjan samning við Paris Saint-Germain. Næst á eftir honum koma Neymar, Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Kevin de Bruyne. Salah er sagður vilja komast í þann flokk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner