Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. júní 2022 10:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að það hafi verið tekið samtal um Arnar á Hlíðarenda
Arnar Grétarsson, þjálfari KA.
Arnar Grétarsson, þjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur verið mikil umræða um þjálfarastarf Vals síðustu daga en Heimir Guðjónsson er sagður valtur í sessi.

Valur tapaði sínum fjóra leik í röð er þeir sóttu Fram heim í Bestu deildinni síðasta sunnudag. Liðið er úr leik í titilbaráttunni og í bikarnum.

Sjá einnig:
Verða þjálfaraskipti í landsleikjaglugganum?

Síðasta tímabil var einnig mjög erfitt hjá Val þar sem liðið missti af Evrópusæti. Þá ákvað félagið á endanum að sýna Heimi áfram traust, en annað kom upp í umræðuna.

Jóhann Már Helgason, fyrrum framkvæmdastjóri Vals, sagði frá því í hlaðvarpsþættinum Dr Football að nafn Arnars Grétarssonar hefði komið upp á Hlíðarenda eftir síðustu leiktíð.

„Ég veit að það var samtal tekið um Arnar Grétars á Hlíðarenda. Það var nafnið sem þeir ætluðu að fá ef þeir hefðu tekið í gikkinn gagnvart Heimi," sagði Jóhann.

Arnar hefur gert frábæra hluti með KA frá því hann tók við stjórn liðsins árið 2020.

Í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag var sagt frá því að Eiður Smári Guðjohnsen og Heimir Hallgrímsson væru núna bendlaðir við Val, en enn hefur ekkert heyrst um það að Heimir Guðjóns verði látinn fara.
Athugasemdir
banner
banner
banner