Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 01. júní 2022 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Shevchenko: Síðasta vonin fyrir þjóðina
Mynd: Getty Images

Andriy Shevchenko, fyrrum landsliðsþjálfari og helsta goðsögn í fótboltasögu Úkraínu, ræddi við BBC Sport fyrir upphafsflautið í leik Skotlands og Úkraínu í undanúrslitum umspilsins um sæti á HM í Katar.


Shevchenko segir að þetta snúist um miklu meira heldur en bara fótbolta fyrir Úkraínu sem er í miðju stríði við innrásarher Rússa.

Leikurinn átti upprunalega að fara fram í mars en var færður af FIFA eftir innrás Rússa í Úkraínu. Úkraínumenn eru að reyna að komast á HM í annað sinn frá því að þjóðin öðlaðist sjálfstæði 1991.

„Leikurinn við Skotland er síðasta vonin fyrir þjóðina," sagði Shevchenko, sem er markahæstur í sögu Úkraínu og stýrði landsliðinu á EM 2020 þar sem það vann gegn Svíþjóð á Hampden Park.

„Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Úkraínu að landsliðið komist á HM og eru leikmenn gíraðir upp fyrir þetta verkefni. Þeir munu spila fyrir stuðningsmenn, fyrir alla Úkraínu, fyrir þessa sem eru enn heima hjá sér, fyrir þá sem eru að verja landið og fyrir þá sem hafa yfirgefið landið."

Sigurvegari kvöldsins fer til Cardiff og mætir Wales næsta sunnudag í úrslitaleik um sæti á HM í desember.

„Ég veit að við getum unnið hérna í kvöld og svo aftur gegn Wales. Leikmennirnir vita hvað þeir þurfa að gera." 


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner