Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. júní 2022 10:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þá var maður alltaf með áhyggjur af varnarleiknum hjá honum"
Aron á æfingu með landsliðinu árið 2017.
Aron á æfingu með landsliðinu árið 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kantmaðurinn Aron Sigurðarson var að klára sitt fyrsta tímabil með Horsens í Danmörku. Hann átti gott tímabil og hjálpaði liðinu að tryggja sér sæti í dönsku úrvalsdeildinni.

Lyngby fer upp í deild þeirra bestu með Horsens, en Freyr Alexandersson er þjálfari þess liðs.

Freyr var í löngu spjalli við Fótbolta.net eftir síðasta deildarleik Lyngby þar sem hann hrósaði Aroni sérstaklega, þrátt fyrir að þeir hafi verið mótherjar á tímabilinu.

„Ég vil nota tækifærið og hrósa Aroni sem hefur verið stórkostlegur, sérstaklega seinni hluta tímabilsins," sagði Freyr.

„Ég man þegar ég var í kringum landsliðið, þá var maður alltaf með áhyggjur af varnarleiknum hjá honum. Hann er búinn að bæta sig gríðarlega."

„Til hamingju Aron," sagði Freyr enn fremur.

Samt sem áður er Aron ekki í landsliðshópnum að þessu sinni og hefur ekkert verið upp á síðkastið.
Freysi: Þetta er stórt og mér þykir mjög vænt um þetta
Athugasemdir
banner
banner
banner