Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. júní 2022 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin: Pólland kom til baka gegn Wales
Mynd: EPA

Pólland 2 - 1 Wales
0-1 Jonathan Williams ('52)
1-1 Jakub Kaminski ('72)
2-1 Karol Swiderski ('85)


Pólland byrjar nýtt tímabil í Þjóðadeildinni á sigri gegn Wales eftir að lent undir í upphafi síðari hálfleiks.

Staðan var markalaus eftir jafnan fyrri hálfleik en Jonathan Williams, leikmaður Swindon Town í ensku D-deildinni, kom gestunum frá Wales yfir í upphafi síðari hálfleiks. Williams átti þá skot utan teigs sem Kamil Grabara hefði líklega átt að verja.

Pólverjar voru ekki að skapa sér mikið en náðu að koma inn jöfnunarmarki á 72. mínútu þegar Jakub Kaminski fékk boltann innan vítateigs og skoraði.

Staðan var þá orðin jöfn og litu Pólverjar líklegri til að krækja í sigurinn. Robert Lewandowski fékk boltann innan vítateigs en skot hans fór af tveimur varnarmönnum og barst til Karol Swiderski sem skoraði af stuttu færi.

Niðurstaðan 2-1 sigur Pólverja sem eru með þrjú stig eftir fyrstu umferð í A-deild Þjóðadeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner