Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 01. júní 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM í dag - Úkraína heimsækir Skotland
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Skotland tekur á móti Úkraínu í umspili um síðasta lausa sætið á HM 2022 í Katar.


Sigurvegari kvöldsins heimsækir landslið Wales á Þjóðarleikvanginn í Cardiff, MIllennium Stadium, í hreinum úrslitaleik um síðasta lausa sætið á HM.

Þetta þýðir að Skotland, Úkraína eða Wales munu spila í B-riðli ásamt Englandi, Bandaríkjunum og Íran.

Þetta verður fyrsti opinberi landsleikur Úkraínu síðan her Rússa réðst inn í landið í febrúar. Úkraínumenn æfðu sig fyrir þennan landsleik með æfingaleikjum gegn félagsliðum, þar sem þeir höfðu betur gegn Empoli og Borussia Mönchengladbach en gerðu jafntefli við Rijeka í Króatíu.

Þá er einnig einn leikur á dagskrá í Þjóðadeildinni þar sem Pólland mætir Wales í fyrstu umferð riðils 4 í efstu deild.

Leikur kvöldsins:
18:45 Skotland - Úkraína (Stöð 2 Sport 2 - Hampden Park)

Þjóðadeildin:
16:00 Pólland - Wales (Tarczynski Arena)


Athugasemdir
banner
banner
banner