Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 01. júní 2022 09:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valsmenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af Ísak
Ísak Snær Þorvaldsson. Hann er búinn að vera algjörlega stórkostlegur í sumar.
Ísak Snær Þorvaldsson. Hann er búinn að vera algjörlega stórkostlegur í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson, besti leikmaður Íslandsmótsins verður í leikbanni í næsta leik Breiðabliks í Bestu deild karla.

Ísak er búinn að fá fjögur gul spjöld í sumar og verður því ekki með Breiðabliki þegar liðið mætir Valsmönnum eftir landsleikjahlé.

Ísak er búinn að vera algjörlega magnaður með Breiðabliki í sumar og er markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar; hann er búinn að skora níu mörk í átta leikjum.

Birkir Heimisson, leikmaður Vals, verður einnig í banni í þessum leik en hann fékk að líta tvö gul spjöld gegn Fram síðasta sunnudag.

Atli Hrafn fékk tvo leiki
Atli Hrafn Andrason, leikmaður ÍBV, fékk að líta rautt spjald er hann var kominn út af í leik gegn Stjörnunni á sunnudag. Hann hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk einn leik í bann fyrir að æsa sig mikið eftir jöfnunarmark KA og verður ekki á hliðarlínunni í leik gegn ÍBV eftir tvær vikur.

Þá voru Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis, og Patrik Johannesen, leikmaður Keflavíkur, dæmdir í bann fyrir fjögur gul spjöld.
Athugasemdir
banner