Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 01. júní 2022 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Vinicius og Militao að framlengja - Rudiger á leiðinni
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Fabrizio Romano greinir frá því að tveir brasilískir lykilmenn hjá Real Madrid eru að skrifa undir nýja samninga við félagið.


Vinicius Junior, fæddur 2000, er að gera fimm ára samning en núverandi samningur hans við félagið rennur út eftir tvö ár.

Vinicius er einn af betri kantmönnum heims í dag og skoraði enia mark leiksins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

„Ég vil ekki stoppa hér, ég vil halda áfram að vinna keppnir og skrifa söguna með Real Madrid," sagði Vinicius.

Samlandi hans og góðvinur Eder Militao er einnig að skrifa undir nýjan samning við félagið þó að núverandi samningur renni ekki út fyrr en eftir þrjú ár.

Militao mun fá aukna samkeppni um byrjunarliðssæti með yfirvofandi komu Antonio Rüdiger á frjálsri sölu frá Chelsea.

Romano segir að Rudiger, 29 ára, sé búinn að standast læknisskoðun og skrifa undir fjögurra ára samning við Real Madrid.

Rudiger og Militao munu berjast við David Alaba og Nacho Fernandez um sæti í hjarta varnarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner