mið 01. júní 2022 10:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zouma þarf að gegna samfélagsþjónustu í 180 klukkustundir
Kurt Zouma.
Kurt Zouma.
Mynd: Getty Images
Búið er að fella dóm í máli Kurt Zouma, varnarmanns West Ham á Englandi.

Zouma var í dómsal í síðustu viku þar sem hann var ákærður fyrir dýraníð. Fyrr á þessu ári fór myndband í dreifingu þar sem hann sást sparka og slá í köttinn sinn.

„Ég sver að ég mun drepa hann," sagði Zouma að auki í myndbandinu. Þá kastaði hann skóm í köttinn þegar hann reyndi að flýja. Bróðir hans, Yoan, tók myndbandið upp.

Búið er að fella dóm í málinu og mun Zouma, sem játaði sök í málinu, þurfa að gegna samfélagsþjónustu í samtals 180 klukkustundir. Honum hefur þá verið bannað að eiga kött í fimm ár.

Bróðir Zouma, Yoan, þarf að gegna samfélagsþjónustu í 140 klukkustundir.

West Ham sektaði franska varnarmanninn rúmar 40 milljónir króna og rennur sá peningur allur til góðgerðarmála sem snúa að velferð dýra.

Zouma baðst afsökunar þegar myndbandið fór i dreifingu í febrúar en kettirnir hans tveir hafa farið á nýtt heimili.
Athugasemdir
banner
banner
banner