Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 01. júlí 2018 14:51
Elvar Geir Magnússon
Sex hæfileikaríkir sem ensk félög munu reyna að fá
Ante Rebic, leikmaður Króatíu.
Ante Rebic, leikmaður Króatíu.
Mynd: Getty Images
Kólumbíumaðurinn Juan Quintero.
Kólumbíumaðurinn Juan Quintero.
Mynd: Getty Images
Sergej Milinkovic-Savic.
Sergej Milinkovic-Savic.
Mynd: Getty Images
Manuel Akanji, leikmaður Sviss.
Manuel Akanji, leikmaður Sviss.
Mynd: Getty Images
Yerry Mina, leikmaður Kólumbíu.
Yerry Mina, leikmaður Kólumbíu.
Mynd: Getty Images
Aleksandr Golovin, leikmaður Rússlands.
Aleksandr Golovin, leikmaður Rússlands.
Mynd: Getty Images
David Moss, fyrrum yfirnjósnari hjá Celtic og yfirmaður fótboltamála hjá Huddersfield, valdi sex hæfileikaríka leikmenn á HM sem ensk félög munu reyna að krækja í. Val hans var birt í Guardian.

1. Ante Rebic, Króatía
24 ára - Frankfurt
Sumir vængmenn hafa þann stimpil á sér að vera latir en Rebic fer svo sannarlega ekki í þennan flokk. Hann er 1,85 m á hæð, mjög hraður og kraftmikill. Hann heldur boltanum vel og er beinskeyttur í leikstíl sínum. Hann er óhræddur við að vaða á andstæðinga sína en þrátt fyrir það er hann traustur varnarlega. Vinnuframlag hans er ótrúlegt.

Þessi 24 ára leikmaður er duglegur að koma sér í vænlegar stöður en þarf að vera betri í að klára þær. Ákvarðanatökurnar mættu oft vera betri en það tengist líklega þeim hraða sem hann býr yfir.

Fer hann í ensku úrvalsdeildina?
Hann hefur átt flotta frammistöðu á HM og er kröftugur leikmaður sem ætti að kosta í kringum 30 milljónir punda.

2. Juan Quintero, Kólumbía
25 ára - River Plate (lán frá Porto)
Suður-Ameríka er svæði sem ég hef ekki fylgst vel með, svo þegar ég sá Quintero spila gegn Japan hugsaði ég: 'Vá, hver er þetta?' - Tæknileg geta leikstjórnandans er í hæstu stigum. Fyrsta snertingin, sendingarnar, hvernig hann hleypur með boltann og skýtur. Þetta er allt til staðar.

Hann er með hæfileika til að skynja hlaup liðsfélaga sinna og koma með lykilsendingar. Quintero er í eigu Porto en á láni hjá River Plate.

Hann skilar ekki miklu varnarlega. Kólumbía spilar 4-3-3 svo hann þarf sterka varnartengiliði fyrir aftan sig. Þá veltir maður fyrir sér hvort það sé einhver leti í karakternum eða hvort hann hafi ekki taktískan skilning á varnarleik? Að því sögðu þá liggja mörg lið aftarlega gegn stóru liðunum þessa dagana og Quintero er með sjaldgæfan hæfileika í að opna varnir á þröngum svæðum.

Fer hann í ensku úrvalsdeildina?
Kannski hentar hann ekki enska boltanum. Hann hefur spilað fyrir Porto og Rennes en sýnt sínar bestu hliðar í Suður-Ameríku. Enskt úrvalsdeildarfélag gæti veðjað á hann en hann gæti hentað betur í spænsku eða ítölsku deildina.

3. Sergej Milinkovic-Savic, Serbía
23 ára - Lazio
Margir voru spenntir að sjá Milinkovic-Savic á HM eftir frábært tímabil með Lazio. Þessi stóri og stæðilegi miðjumaður er stekur í loftinu bæði varnar- og sóknarlega. Hann er oftar en ekki réttur maður á réttum stað og með auga fyrir mörkum. Hann skoraði tólf mörk í 35 leikjum í ítölsku A-deildinni.

Sjálfstraustið skín af honum og allar hans aðgerðir eru í sóknarhug. Hann er með frábæra tækni og gott knattrak miðað við svona hávaxinn leikmann. Hans eini ókostur er skortur á hraðabreytingum.

Fer hann í ensku úrvalsdeildina?
Hann virðist fullkominn í Manchester United. Hann hefur unnið með Nemanja Matic og er betri en Ander Herrera og Marouane Fellaini. Ég leikgreindi hann fyrst í Serbíu 2014 þegar hann spilaði fyrir Vojvodina. Genk keypti hann þá á 600 þúsund pund og seldi hann ári síðar á 9 milljónir punda. Nú vill Lazio fá um 80 milljónir punda fyrir hann.

4. Manuel Akanji, Sviss
22 ára - Dortmund
Er með allt sem þú leitar eftir hjá miðverði. Hann er 1,86 m hár og kraftlega byggður. Hann hefur hraða og tækni, er snöggur í hreyfingum. Hann hefur heillað í svissneska liðinu sem hefur náð að koma mörgum á óvart.

Það má enn bæta nokkra þætti hjá honum. Hann er ekki eins afgerandi í loftinu og hann gæti verið, það er eitthvað sem gæti komið með aldrinum. Hann stöðvar boltann ekki eins oft og maður myndi vilja sem þýðir að staðsetningar hans mættu vera betri. Það gæti einnig komið með reynslunni. Þetta er leikmaður sem á möguleika á að verða skuggalega góður.

Fer hann í ensku úrvalsdeildina?
Hann spilaði um 40 deildarleiki fyrir Basel áður en Borussia Dortmund keypti hann á 20 milljónir punda í janúarglugganum. Akanji gæti þróast í leikmann sem kæmist í bestu lið Englands en hann myndi kosta um 50 milljónir punda.

5. Yerry Mina, Kólumbía
23 ára - Barcelona
Allt varðandi leik Mina fer í hæsta gæðaflokk. Hann er 1,95 m og skapar mikla ógn úr föstum leikatriðum. Sendingatölfræði hans ber þess merki að hann hefur verið skólaður hjá Barcelona síðustu sex mánuði. Hann er fullkominn leikmaður fyrir lið sem vilja spila út úr vörninni.

Hann er íþróttalega byggður, hann tæklar, er með góðan leikskilning og er snöggur. Það er auðvelt að sjá af hverju Barcelona opnaði veskið. Hann hefur allt til brunns að bera þó tölfræði hans í varnarsköllum mætti vera betri. Skýringin á því er líklega sú að þarna fer leikmaður sem þróaðist í Suður-Ameríku.

Fer hann í ensku úrvalsdeildina?
Hann kæmist í öll bestu lið Englands. Hann er á eftir Gerard Pique og Samuel Umtiti í goggunarröðinni á Nývangi. Verður hann áfram hjá Barcelona sem þriðji kostur eða leitar hann eftir spiltíma annarstaðar?

6. Aleksandr Golovin, Rússland
22 ára - CSKA Moskva
Ég held að rússneski leikstjórnandinn fari til Englands fyrr en síðar. Hann er með kraftinn og hreyfanleikann, getur spilað sem sóknarhuguð 'átta' eða sem 'tía'. Hann heldur boltanum frábærlega og býr til færi fyrir liðsfélagana. Jafnvel varnarlega skilar hann sínu, ekki með því að fljúga í tæklingar heldur frekar með því að vinna einvígi og loka svæðum. Mikil vinnusemi.

Hann þarf að skila fleiri mörkum. Hann skoraði úr þessari huggulegu aukaspyrnu gegn Sádi-Arabíu en náði aðeins fimm mörkum hjá CSKA á síðasta tímabili og þrjú þar á undan. Hann kemur sér í hættulegar stöður en skýtur ekki nægilega mikið. Það er þó mikið sem hægt er að vinna með. Kraftmikill og sköpunarglaður.

Fer hann í ensku úrvalsdeildina?
Án nokkurs vafa hentar hann enska boltanum frábærlega. Fyrir Arsenal væri hann frábær til að fylla skarð Aaron Ramsey ef samningaviðræður sigla í strand. Hjá Manchester United myndi hann koma með meiri sköpunarmátt en Herrera. Hjá Chelsea kemur hann með meiri kraft í sóknarleikinn þar sem Fabregas er nú 31 árs. 25 milljónir punda yrði mjög gott verð á markaði dagsins í dag.
Athugasemdir
banner
banner