Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 01. júlí 2018 21:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætli Peter Schmeichel sé stoltasti faðir í heimi í kvöld?
Peter fer yfir málin með syni sínum.
Peter fer yfir málin með syni sínum.
Mynd: Getty Images
Kasper er flottur vítabani.
Kasper er flottur vítabani.
Mynd: Getty Images
Danmörk féll úr leik á HM í Rússlandi eftir mikla dramtík. Frændur okkar töpuðu fyrir Krótíu í vítaspyrnukeppni.

Sjá einnig:
HM: Króatar slógu Dana úr leik eftir þvílíka dramatík

Staðan var jöfn í leiknum að loknum venjulegum leiktíma. Í framlengingunni, í seinni hálfleik framlengingarinnar dró til tíðinda þegar vítaspyrna var dæmd fyrir Króatía. Ante Rebic var kominn einn á móti marki þegar Mathias "Zanka" Jorgensen braut af honum. Dómarinn hafði enga aðra valkosti en að dæma víti. Zanka slapp við rauða spjaldið.

Á punktinn steig Luka Modric, helsta stjarna Króatíu. Gegn honum var Kasper Schmeichel, markvörður Leicester. Schmeichel las Modric algjörlega og varði vítið.

Faðir Kasper var í stúkunni. Það kannast eflaust einhverjir við kauða, Peter Schmeichel. Peter spilaði í ensku úrvalsdeildinni við góðan orðstír. Hann er dáður af stuðningsmönnum Manchester United.

Peter trylltist gjörsamlega þegar Kasper varði vítið. Gríðarlega skemmtilegar myndir sem bárust úr stúkunni.


Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni og þar gerði Kasper allt sem hann gat til þess koma Danmörku áfram. Hann varði tvær spyrnur en það var ekki nóg því kollegi hans, Danijel Subasic, varði þrjár spyrnur.

Eitt er þó víst. Peter er gríðarlega stoltur af syni sínum fyrir það sem hann gerði fyrir þjóð sína í kvöld.


Athugasemdir
banner