Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 01. júlí 2018 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hierro: Tilbúnir að fórna lífinu fyrir sigur
Mynd: Getty Images
Spánn mætir heimamönnum í Rússlandi í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í dag.

Fernando Hierro tók við spænska liðinu skömmu fyrir mót eftir að Julen Lopetegui var rekinn.

Riðlakeppnin var ansi brösuleg hjá Spánverjum þar sem þeir lentu fimm sinnum undir í þremur leikjum. Þeim tókst samt sem áður að vinna riðilinn sinn og segir Hierro sína menn vera tilbúna fyrir áskorun dagsins.

„Fótbolti er leikur sem snýst um mistök. Liðið sem gerir færri mistök vinnur," sagði Hierro á fréttamannafundi.

„Við þekkjum rússneska liðið inn og út. Við vitum hvernig þeir spila og við vitum nákvæmlega hvað við eigum að gera til að halda þeim í skefjum.

„Við lentum í erfiðleikum í riðlakeppninni en okkur líður vel. Leikmennirnir eru tilbúnir að fórna lífinu fyrir sigur."


Spánn mætti Rússlandi síðast á stórmóti fyrir tíu árum. Spánverjar unnu Rússa 4-1 í riðlakeppni EM 2008 og aftur 3-0 í undanúrslitunum.

Liðin gerðu 3-3 jafntefli er þau mættust í æfingaleik í Sankti Pétursborg síðasta nóvember. Sergio Ramos skoraði úr vítaspyrnum fyrir og eftir hálfleik en Rússarnir komu til baka með Fyodor Smolov í fararbroddi.
Athugasemdir
banner
banner
banner