Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. júlí 2018 20:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM: Króatar slógu Dani úr leik eftir þvílíka dramatík
Rakitic skoraði úr síðustu spyrnu Króata.
Rakitic skoraði úr síðustu spyrnu Króata.
Mynd: Getty Images
Geggjaður. Schmeichel varði þrjár vítaspyrnur í kvöld en það var ekki nóg.
Geggjaður. Schmeichel varði þrjár vítaspyrnur í kvöld en það var ekki nóg.
Mynd: Getty Images
Króatía 1 - 1 Danmörk (Króatía vann í vítakeppni)
0-1 Mathias Jorgensen ('1 )
1-1 Mario Mandzukic ('4 )
1-1 Luka Modric ('116 , Misnotað víti)

Danmörk er úr leik, Króatía er komin áfram eftir hádramatískan leik á Heimsmeistaramótinu á Rússlandi. Leikurinn fór fram í Nizhniy Novgorod og var hann að klárast.

Leikurinn byrjaði af feykilegum krafti. Mathias "Zanka" Jorgensen kom Dönum yfir eftir nokkrar sekúndur en Krótar voru ekki lengi að svara, Mario Mandzukic með markið, 1-1.

Staðan var 1-1 lengi. Hún var þannig þegar fyrri hálfleikurinn kláraðist og þegar seinni hálfleikurinn kláraðist. Því þurfti að framlengja.

Í framlengingunni átti eftir að draga til tíðinda.

Hetjudáðir Schmeichel dugðu ekki
Eftir frábæra sendingu frá Luka Modric þegar lítið var eftir af framlengingunni slapp Ante Rebic í gegn. Hann var kominn fram hjá Kasper Schmeichel og átti bara eftir að skora þegar hann var tekinn niður af Mathias Jorgensen.

Dómarinn dæmdi auðvitað víti en sleppti því að gefa rautt spjald, vafasamt. Luka Modric steig á punktinn og gat skotið Króatíu áfram en hann lét verja frá sér.


Danir voru enn inn í þessu. Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni:
0-0 Christian Eriksen lét verja frá sér
0-0 Milan Badelj lét verja frá sér
0-1 Simon Kjær skoraði af miklu öryggi
1-1 Andrej Kramaric skoraði
1-2 Michael Krohn-Dehli skoraði. Reynslan
2-2 Luka Modric skoraði. Ætlaði ekki að klúðra tvisvar
2-2 Lasse Schöne klúðraði. Slakt víti
2-2 Josip Pivaric klúðraði eftir skrautlegt tilhlaup
2-2 Nicolai Jørgensen klúðraði
3-2 Ivan Raktic skoraði og Króatía fer áfram!

Hvað þýða úrslitin?
Króatar eru komnir áfram og mæta Rússlandi í 8-liða úrslitum. Þetta er í fyrsta sinn í 20 ár þar sem Króatar komast svona langt. Danir eru úr leik þrátt fyrir hetjudáðir Kasper Schmeichel.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner